Nöfn þeirra sem fórust í flugslysinu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. júl 2023 16:12 • Uppfært 11. júl 2023 16:14
Lögreglan á Austurlandi hefur staðfest opinberlega nöfn þeirra þriggja sem fórust í flugslysinu við Sauðahnjúka á sunnudag.
Þau eru: Kristján Orri Magnússon, flugmaður, fæddur árið 1982. Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur, fæddur árið 1954 og Fríða Jóhannesdóttir, spendýrafræðingur, fædd árið 1982.
Slysið varð við reglulegar hreindýratalningar Náttúrustofu Austurlands. Náttúrustofan vaktar hreindýrastofninn á Austurlandi.
Minningarathöfn veðrur haldin í Egilsstaðakirkju klukkan 18:00 í dag. Þá er samráðshópur almannavarna um áfallahjálp til taks. Innan hans eru prestar svæðisins, sálfræðingar Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sérfræðingar félagsþjónustu sveitarfélaganna.