Lést af völdum voðaskots við veiðar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. ágú 2024 15:39 • Uppfært 20. ágú 2024 15:39
Karlmaður á fertugsaldri lést af völdum voðaskots í morgun. Maðurinn var ásamt fleirum á gæsaveiðum á Vesturöræfum.
Útkall vegna atviksins barst um klukkan átta í morgun. Sjúkralið og lögregla héldu strax á vettvang auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Í tilkynnningu lögreglu segir að atvikið sé rannsakað sem slys. Rannsókn á vettvangi er lokið en rannsókn málsins að öðru leyti heldur áfram.