Jafn mikilvægt að hitta landa sína í Fjarðabyggð og að vera viðstaddur krýningu konungs – Myndir

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom víða við í gær á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar sinnar til Fjarðabyggðar. Hann kveðst skynja mikinn kraft í samfélaginu þar.

Dagurinn hófst á móti við útsýnispallinum utan í Grænafelli í Reyðarfirði þótt útsýnið væri ekkert vegna þoku. Þaðan var farið á bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar á Reyðarfirði og kaffi drukkið með starfsfólki ár.

Næsti viðkomustaður var Múlinn samvinnuhús í Neskaupstað þar sem forsetinn fræddist um aðstöðuna sem hann heimsótti áður á byggingarstigi í framboði sínu sumarið 2020. Þaðan var farið á leikskólann Eyrarvelli þar sem börnin sungu um skólann og bæinn sinn.

Síðasti viðkomustaður fyrir hádegi voru snjóflóðavarnargarðarnir undir Drangagili og blokkirnar við Starmýri sem skemmdust illa í snjóflóði í lok mars. Björgunarsveitarmenn tóku á móti forsetanum og sögðu frá hamförunum.

Snýst um að finna takt mannlífsins


Upphaflega átti heimsóknin að vera um miðjan apríl en var frestað vegna snjóflóðanna. Í samtali við Austurfrétt sagðist Guðni ánægður með að geta nú komið og heimsótt fólk þótt heimsóknin væri að öðru leyti hefðbundin.

„Þetta snýst um að finna takt mannlífsins, sýna sig og sjá aðra. Ég finn að það er kraftur í fólkinu í Fjarðabyggð. Hér vantar fólk til starfa og ýmsir möguleikar eru í boði. Hér snýst ekki allt um ferðaþjónustu, sjávarútveg eða stóriðju heldur er hér líka nýsköpun. Ég held að fólki líði hér vel. Hér er næg atvinna, góður skóar, heilbrigðisþjónusta og dvalarheimili,“ sagði Guðni.

Hann sagðist vinna hve miklu máli öflugar samgöngur skiptu í sveitarfélagi eins og Fjarðabyggð. Hann sagðist ekki ætla að meta hvar næstu jarðgöng skyldu byggð að öðru leyti en að mat hans væri að alltaf þyrfti að gera samgöngur öruggari og greiðari. „Næsta stóra verkefni hér er að tengja hin ýmsu byggðarlög betur, öllum til heilla.“

Fjölskylduhátíð í dag


Eftir hádegishlaðborðið á Hótel Hildibrand var farið í Síldarvinnsluna þar sem Beitir var nýkominn af kolmunnaveiðum. Síðasti viðkomustaðurinn í Neskaupstað var síðan Umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað.

Þá var siglt í Mjóafjörð. Siglingin gekk eftir því sem næst verður komist vel enda lygnt og gott í sjóinn. Þar var kaffisamsæti með heimafólki í félagsheimilinu Sólbrekku. Dagskránni lauk með hátíðarkvöldverði með bæjarstjórn Fjarðabyggðar í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði.

Í dag verður forsetinn á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði fyrir hádegi en Fáskrúðsfirði eftir hádegi. Klukkan 17:00 er síðan fjölskylduhátíð í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði sem er opin almenningi.

Beint úr krýningu konungs


Dagskrá forsetans hefur verið stíf síðustu daga því um helgina var hann viðstaddur krýningu Karls Bretlandskonungs. Hana bar oft á góma í samræðum gærdagsins, bæði var forsetinn spurður út í hana en eins sagði hann frá því sem honum var ofarlega í huga.

„Þetta var virðulegur atburður og magnþrunginn. Maður fann straum sögunnar í Westminster Abbey, á sömu slóðum og Vilhjálmur sigursæli var krýndur konungur árið 1066. Ég sá ekki allt sem fram fór úr sæti mínu en naut viðburðarins, tónlistin var einstök og heiður að vera viðstaddur þessa athöfn fyrir Íslands hönd.

En það er alveg jafn mikill heiður að vera hér í Fjarðabyggð og hitta landa sína, unga sem aldna og kynnast þeim krafti sem býr í fólki. Að ganga um húsakynni Buckingham-hallar er gott og blessað en fjöllin eru fallegri hér!“


Forseti Fbyggd Mai23 0002 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0013 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0018 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0020 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0024 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0027 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0033 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0044 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0048 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0052 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0054 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0063 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0073 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0076 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0082 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0089 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0093 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0097 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0098 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0108 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0121 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0124 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0141 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0152 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0162 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0164 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0167 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0171 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0172 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0174 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0180 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0191 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0205 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0210 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0216 Web
Forseti Fbyggd Mai23 0223 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.