Orkumálinn 2024

Heljarinnar tjón á slökkvistöðinni á Hrauni

Mikið tjón varð á slökkvistöðinni á Hrauni, við álverslóðina á Reyðarfirði, þar sem hurðir og veggplötur sprungu af húsinu. Vaktþjónustu hefur verið komið í skjól hjá björgunarsveitinni á Reyðarfirði.

„Það sprungu inn hurðir á norðurgafli hússins, þeirri hlið sem vissi upp í vindinn. Síðan fór hluti af veggnum hinu megin,“ segir Sigurjón Valmundsson, slökkvistjóri í Fjarðabyggð.

Hann segir að sem betur fer hafi enginn verið í bílasalnum þegar hurðirnar fóru af. Sex fuku alveg af og sú sjöunda skemmdist. Slökkviliðs- og sjúkraflutningafólk sem var á vakt á húsinu kom sér í skjól í hamaganginum.

„Það var vont veður og síðan var fjandinn laus. Það var heilmikið havarí þegar þetta gerðist en fólk hélt síðan til í þeim hluta hússins sem var alveg öruggur.“

Síðdegis í gær og í nótt var ekki vakt í húsinu. Henni hefur verið komið fyrir til bráðabirgða í Þórðarbúð, húsi björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði. „Við gátum haldið okkar lágmarksviðbragði svo þetta hafði ekki áhrif á útkallsgetuna.“

Allt kapp er nú lagt á að loka slökkvistöðinni, síðan verða frekar viðgerður metnar. Einhverjar skemmdir urðu innandyra á veggjum og hurðarköntum í þrýstingnum og víða voru pappírar og fleira á tjá og tundri.

Beyglur má sjá á bifreiðum slökkviliðsins, sem jafnast annast sjúkraflutninga í Fjarðabyggð. Rúða brotnaði í tækjabíl og þriðja sjúkrabílnum.

Myndir: Slökkvilið Fjarðabyggðar/Finnur

1000000075001 Web
1000000081001 Web
1000000155 Web
1000000156 Web
1000000157 Web
1000000158 Web
1000000159 Web
1000000160 Web



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.