Orkumálinn 2024

Gullver kominn í nýjan búning

Ísfisktogarinn Gullver NS hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu. Þar var sinnt almennu viðhaldi og auk þess var togarinn málaður og er nú kominn í bláan búning. 

 

Á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að s.l. föstdagskvöld sigldi Gullver frá Akureyri áleiðis heim til Seyðisfjarðar og þangað kom hann á laugardag. Það sem mesta athygli vakti við komu skipsins til heimahafnar var breytingin á lit þess; Gullver hefur ávallt verið appelsínugulur að lit en nú er hann orðinn Síldarvinnslublár.

 

Á vefsíðunni er rætt við Rúnar L. Gunnarsson skipstjóra og spurði hvernig Seyðfirðingum litist á breytinguna á litnum.

„Mér heyrist flestir vera jákvæðir. Skipið er fallegt svona á litinn og menn hafa rifjað upp að gamli Gullver, fyrirrennari þessa skips, hafi einmitt verið svona á litinn,“ segir Rúnar.

Stefnt er að því að Gullver haldi til veiða síðdegis á morgun.

 

Mynd: Gullver NS kominn til Seyðisfjarðar, nýmálaður og fínn. Ljósm. Ómar Bogason/SVN.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.