Grafa í höfnina á Borgarfirði – Myndband
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. ágú 2022 11:33 • Uppfært 16. ágú 2022 11:33
Skurðgrafa féll í höfnina á Borgarfirði eystra á tíunda tímanum í morgun. Stjórnanda gröfunnar sakaði ekki.
Grafan var að vinna við framkvæmdir í höfninni við Hafnarhólma er hún rann ofan áfram fram í sjóinn. Stjórnandi hennar komst út af sjálfdáðum og aftur á gröfuna þar sem hann hoppaði í land.
Grafan er hálf á kafi í sjónum og bíður þess að verða náð upp.
Myndbandið náðist á vefmyndavél sem sendir beint út á YouTube. Myndavélin er alla jafna ætluð til að fylgjast með fuglalífinu í hólmanum, einkum lundanum.
Sjá má atvikið ofarlega til hægri í meðfylgjandi myndskeiði.