Grafa í höfnina á Borgarfirði – Myndband

Skurðgrafa féll í höfnina á Borgarfirði eystra á tíunda tímanum í morgun. Stjórnanda gröfunnar sakaði ekki.

Grafan var að vinna við framkvæmdir í höfninni við Hafnarhólma er hún rann ofan áfram fram í sjóinn. Stjórnandi hennar komst út af sjálfdáðum og aftur á gröfuna þar sem hann hoppaði í land.

Grafan er hálf á kafi í sjónum og bíður þess að verða náð upp.

Myndbandið náðist á vefmyndavél sem sendir beint út á YouTube. Myndavélin er alla jafna ætluð til að fylgjast með fuglalífinu í hólmanum, einkum lundanum.

Sjá má atvikið ofarlega til hægri í meðfylgjandi myndskeiði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.