Skip to main content

Fyrstu hyrndu kindurnar með verndandi arfgerð gegn riðu í ljós í Reyðarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. feb 2022 16:06Uppfært 23. feb 2022 17:20

Þrjár kindur til viðbótar þeim sex sem fundust fyrr í vetur með hina verndandi arfgerð ARR gegn riðuveiki eru komnar í ljós á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Tvær þeirra eru hyrndar.

Allar níu kindurnar sem um ræðir með þessa merku arfgerð er að finna í Þernunesi en ólíkt þeim fyrstu sem fundust með þessa vernandi arfgerð eru þessar ekki tengdar hinni frægu Njálu frá Kambi. Ærin sú var um tíma talin hafa borið arfgerðina frá bænum Kambi í Reykhólasveit til Reyðarfjarðar þegar hún var seld þangað á sínum tíma.

Búið er að afsanna það því fyrr í mánuðinum leiddu rannsóknir í ljós að engar kindur að Kambi bera ARR-arfgerðina. Nú er gengið út frá því að verndandi arfgerðin eigi beinar rætur að rekja til eldri stofna á Þernunesi.