Framtíð Reykjavíkurflugvallar sögð í uppnámi með íbúðabyggingum í Skerjafirði

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum Fjarðabyggðar og Múlaþings auk tólf annarra oddvita flokksins í sveitarfélögum á landsbyggðinni skora á borgarstjórn Reykjavíkur og innviðaráðherra að fresta uppbyggingu byggðar í Skerjafirði því ljóst sé að það þrengi enn meira að flugvellinum sem sé lífæð landsbyggðarfólks.

Nýverið var samþykkt að hefja uppbyggingu á frekari íbúðabyggð í Skerjafirði í Reykjavík gegnt flugvellinum en sérstök nefnd komst að því að uppbyggingin hefði ekki teljandi né takmarkandi áhrif á rekstur vallarins.

Þetta telja oddvitarnir fjórtán mikið glapræði með tilliti til mikilvægis flugvallarins fyrir flest fólk á landsbyggðinni. Þá vilja oddvitarnir meina að með þessari leyfisveitingu sé sérstakt samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá  2019 um að rekstur vallarins yrðu tryggður þar til nýr flugvöllur væri tilbúinn með öllu hundsað.

„Sveitarfélögin lýsa yfir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverki og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengis almennings, atvinnulífs og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum.“

Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir landsbyggðarfólk verður seint ofmetið en lítið hefur frést af hugmyndum um nýjan innanlandsvöll í eða við höfuðborgarsvæðið síðustu misserin. Mynd GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.