Bíllinn er sérstaklega búinn til að slökkva elda í jarðgöngum

„Bíllinn mun auka öryggi og efla slökkviliðið í Fjarðabyggð,“ segir Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð um nýjan slökkvibíl sem sérútbúinn er til þess að slökkva elda í jarðgöngum. Opið hús verður í slökkvistöðinni á Norðfirði á morgun fimmtudag milli 17:00 og 19:00 í tilefni af mótttöku nýja bílsins.


„Bíllinn er betur búinn en aðrir slökkvibílar, með slökkvibyssu, sérstöku froðukerfi og meira vatnsmagn kemst í hann en algengt er. Bíllinn er einnig mjög öflugur í alla aðra bruna,“ segir Guðmundur.


Guðmundur segir aðstöðu til vatnsöflunar í Norðfjarðargöngum er ekki fyrir hendi og dýrt að koma þar upp brunahönum. „Eftir yfirferð slökkviliðsstjóra og Vegagerðar á öryggismálum jarðganga, m.a. með tilliti til vatnsöflunar, valdi Vegagerðin þá leið að styrkja slökkviliðið til að efla þann búnað sem nauðsynlegur er og tryggja nægilegt slökkvivatn.

Þessi bíll sem nú er verið að taka í notkun er sá fyrri af tveimur sem slökkviliðið fær. Sá seinni kemur eftir áramót og verður staðsettur á Reyðarfirði og mun þá einnig þjóna Fáskrúðsfjarðargöngum.“

Slökkvi- og sjúkrabílar verða til sýnis í portinu utan við slökkvistöðina á morgun. Boðið verður upp á veitingar og 18:30 verður Slökkvilið Fjarðabyggðar svo með sýningu við bæjarbryggjuna á Norðfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.