Engar tímasetningar á frekari tillögum í Fjarðabyggð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. jún 2015 15:06 • Uppfært 24. jún 2015 15:09
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð skoða nú nánari útfærslu á tillögum sem kynntar voru í skýrslum KPMG og Skólastofunnar um framtíðartilögun rekstrar sveitarfélagsins í vor.
„Við erum að vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins um þessar mundir," segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.
Liður í þessari vinnu er endurfjármögnun Fjarðabyggðarhallarinnar sem sveitarfélagið hefur ákveðið að yfirtaka af Reitum.
Bæjarráð samþykkti nýverið að fela bæjarstjóra að skoða útfærslur á hugmyndum um samrekstur hafna, áhaldahúsa og annarra stofnana með einni sameiginlegri þjónustumiðstöð.
Eins verður metið hvort útvista eigi starfsemi skíðasvæðisins í Oddsskarði.
Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segir Páll Björgvin að öll þessi mál séu í skoðun en engar tímasetningar hafi verið settar enn.