Sparisjóður Norðfjarðar verður að Sparisjóði Austurlands

sparnor hus khAðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar samþykkti í gær að slíta sjóðnum og stofna nýtt hlutafélag í nafni Sparisjóðs Austurlands. Markmiðið er meðal annars að undirstrika að Austurland allt er aðalstarfssvæði sjóðsins.

Stjórn skilaði inn gögnum fyrir breytinguna í mars síðastliðnum en nýja hlutafélagið tekur við öllum réttindum og skyldum þess gamla frá og með síðustu áramótum.

Sparisjóði Norðfjarðar verður því slitið og stofnfjáreigendur eignast hlutabréf í nýja hlutafélaginu. Hlutafé þess nemur 700,9 milljónum króna og skiptist á milli stofnfjáreigenda í sömu hlutföllum og stofnfé.

Í tilkynningu segir að markmið breytinganna sé að styðja við áframhaldandi vöxt og uppbyggingu sjóðsins en hann fór í gegnum miklar hagræðingaraðgerðir árið 2012.

Forsvarsmenn sjóðsins segja rekstrarniðurstöður síðustu ár sýna að þær hafi skilað árangri. Hagnaður af rekstri sjóðsins fyrir í fyrra var 63,3 milljónir. Samkvæmt lögum var 5% eða 3,2 milljónum varið til samfélagsverkefna og skattar námu 8,7 milljónum.

Heildareignir í lok síðasta árs voru 5,6 milljarðar króna og bókfært eigið fé 700,9 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 21,7% en Fjármálaeftirlitið gerir kröfu til sjóðsins um að það sé 16,9%.

Hreinar vaxtatekjur námi 219,5 milljónum og jukust um 13% á milli ára.

Mynd: Kristín Hávarðsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.