Hvað skal gera með lokaritgerð? - Bréfið til Kaffitárs

Article Index

Góðan daginn,

ég var að fá hugmynd.

Ég heiti Ingvi Þór, er í meistaranámi í Alþjóðaviðskiptum í HR og drekk óhóflega mikið af kaffi. Í samanburði við íþróttafólk á styrk, þá er ég ekki að drekka meira af kaffi en afreksfólk drekkur eða neytir af fæðubótarefnum, powerade eða öðru sem hjálpar því að ná frama í því sem það gerir.

Vandamálið er þetta:

Ég er 23 ára, nýbyrjaður að búa og þegar ég kem út í búð veit ég ekki hvaða kaffi ég á að kaupa. Vinir mínir sem ég spyr hafa ekki hugmynd og dettur ekkert í hug. Þessi óformlega rannsókn mín upp í HR hefur átt sér stað síðastliðnar vikur eftir að ég áttaði mig á vandamálinu. Kaffidrykkjufólk háskólanna lifir á sjálfsölum og ódýrum bollum sem segja ekki hvaða kaffi er neytt í hverjum bolla.

Drykkja á kaffi í háskólum er sennilegast meiri en á vatni, orkudrykkjum og áfengi (Ekki til samans). Samt er ekkert að gerast í markaðssetningu, auglýsingu vörumerkis og þar fram eftir götum.

Ég verð með kynningu á meistararitgerð minni (get sagt þér frá henni síðar) fyrir 10-15 manns 24 mars.

Hugmyndin:
-Þú setur mig á styrk og ég neyti einungis kaffis frá þér, promotera vöruna upp í skóla og allstaðar annarsstaðar.
- Ég kynni mig sem styrkþega Kaffitár á kynningarfundinum en þar munu koma til með að sitja markaðsfræðiprófessorar sem eru í HR. Þar á meðal Dr. Valdimar neytendasérfræðingur.
- Ég get lofað þér að hugmyndin á eftir að vekja athygli, dreifa úr sér og þeir munu gera þetta að umræðu á öðrum vettvangi. Þú gætir verið að ná þér í hið margumtalað word-of-mouth
- Í byrjun meistararitgerða er oftast preface þar sem skrifendur þakka aðstoðina, stuðninginn og velvild aðstandenda og þar fram eftir götum. Ég mun koma til með að skrifa nafn Kaffitárs þar og þakka ómetanlegan stuðning.
Ritgerð fær lesningu frá 2+. Fer allt eftir áhuga. Lofa engu en mun senda hana á tilvonandi atvinnuleitendur. Hver veit nema ég komist í vísindatímarit.

- Í versta falli eru að fá promotion fyrir 10-15 þann 24 mars, situr uppi með að gefa mér afgangsskammta af kaffi næstu 2 mánuði og getur brosað yfir að hafa reynt að hjálpa háskólanema að auglýsa á nýstárlegan máta. Öll lærum við eitthvað á þessu !

Hvað er í boði fyrir þig:

- Tækifæri til að taka af skarið og fanga markhóp sem neytir vörunnar en veit ekkert um hana.
- Frumleg leið til að kynna þig.
- Ég held fyrstu kaffikynninguna á fundinum eftir 10 daga.
- Ég set nafn Kaffitárs fremst í ritgerðina mína og þakka fyrir óbærilegan stuðning.

Hlakka til að heyra frá þér.

Það er spurning með að setjast yfir einum bolla í lok viku og ræða málin.
Bara ef þú hefur áhuga!

Eigðu góðan dag!

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.