Árangursmælingar lagðar til hliðar á Ávaxtamóti UÍA

avaxtaleikar5Mikið fjör var í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði á sunnudaginn, þar sem árlegir Ávaxtaleikar UÍA voru haldnir.

Frjálsíþróttaráð UÍA stendur að mótinu, en í því er áhersla lögð á þrautir og leiki þar sem þátttakendur vinna saman í hópum, í stað hefðbundinnar keppni. Metþátttaka var í ár, en um 70 börn á aldrinum 2-10 ára víðsvegar að Austurlandi tóku þátt.

Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA segir þetta form gefast vel og þátttakendum á leikskólaaldri hafi fjölgað til muna í ár.

„Við ákváðum að leggja allar árangursmælingar á borð við málbönd og skeiðklukkur alfarið til hliðar í ár," segir Hildur og útskýrir hvers vegna; „Ég átti augnablik á leikunum í fyrra, þar sem ég var með málbandið á lofti og boltanum kastar lítil stelpa sem enn var með snuddu og bangsa. Hún kastaði 28 sentimetra. Ég hugsaði með mér fyrir hvern ég væri eiginlega að mæla? Þessi aldur á svo sannarlega skilið að fá bara að leika sér og hafa gaman, ekki að allt snúist um árangursmælingar."

Hildur er afar þakklát þeim fjölda sjálfboðaliða sem lagði hönd á plóg við framkvæmdina. „Þeir eiga bæði hrós og þakkir skildar og án þeirra væri ógjörningur að halda leikana."

avaxtaleikar1avaxtaleikar2avaxtaleikar3avaxtaleikar4avaxtaleikar5

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.