Verkmenntaskólinn settur undir berum himni

va skolasetning 2013 elvar solRúmlega áttatíu nýnemar eru við Verkmenntaskóla Austurlands sem settur var í blíðviðri í síðustu viku. Nýr skólameistari leggur áherslu á að hver líti eftir öðrum innan skólasamfélagsins.

Nýnemar að þessu sinni eru 81 talsins, þar af koma þrjátíu þeirra beint úr grunnskóla, jafn margir og í fyrra.

Þetta var fyrsta skólasetning nýs skólameistara, Elvars Jónssonar sem skipaður hefur verið til næstu fimm ára. Í setningarræðu sinni kvaðst hann vonast til að hið góða bjarta veður endurspeglaði þá birtu sem ríki í skólastarfinu í vetur.

Í tilefni sólskinsins var skólasetningin haldin undir berum himni í fyrsta skipti í sögu skólans.

„Þetta er líka táknræn athöfn því í býgerð er að stækka nemendaaðstöðu skólans þ.e aðstöðu nemenda til félaglífs. Sú stækkun á eimitt að koma út frá núverandi aðstöðu og því kemur viðbyggingin þar sem skólinn er nú settur.“

Í ræðu sinni lagði Elvar áherslu á að allir þeir sem væru innan veggja skólans þyrftu að leggja sitt af mörkum til að mynda gott samfélag.

VA hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli en þema vetrarins er geðrækt.

„Hjálpumst að við að eyða þáttum eins og einelti, baknagi og öðrum ónotum úr okkar samfélagi – það er raunhæfur möguleiki í okkar litla og notalega skólasamfélagi sem VA er,“ sagði Elvar eftir að hann hafði gert hlé á ræðu sinni fyrir faðmlögin.

„Verum umburðarlynd og nærgætin við erum öll á sama bátnum og berum sameiginlega ábyrð á því að hann komist heill til hafnar með þar sem öll áhöfnin er heil á húfi.“

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.