Jákvæðni í garð sameiningar

Allar líkur á að sameining Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar verði samþykkt í kosningu á laugardag ef marga má viðmælendur Austurgluggans. Skólamál og fjármál virðast efst í huga íbúa.

Lesa meira

Vilja undirbúa vindmyllur á svæði sem er á náttúruminjaskrá

Orkusalan kynnti í gær hugmyndir sínar um að rannsaka vindorku á Héraðssandi með hugsanlega byggingu vindmylla í huga fyrir íbúum. Svæðið er á náttúruminjaskrá sem mikilvægt svæði fugla. Ekki er ljóst hvaða áhrif vindmyllurnar myndu hafa á fuglana.

Lesa meira

Námsefnið hugsað fyrir yngstu kynslóðina

Minjasafn Austurlands hefur undanfarna mánuði unnið að gerð nýs námsefnis fyrir grunnskóla og er það hugsað sem stuðningur við skólaheimsóknir á safnið.

Lesa meira

Vidal Valal: Að spila oddahrinu eins og að spila í lottóinu

Þjálfari Þróttar segir liðið hafa skort trú á verkefnið til að gera út af við HK í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki í gær. HK vann leikinn í Neskaupstað í upphækkun í oddahrinu í gær og getur tryggt sér sæti í úrslitarimmunni í þriðja leiknum á morgun.

Lesa meira

„Viljum setja fram raunhæfa áætlun sem stenst“

Formaður samgönguráðs segir að setja þurfi fram samgönguáætlun á Alþingi í haust sem taki mið af þeim fjármunum sem ætlaðir séu til samgöngumála á næstu árum. Aðkallandi samgöngumál séu í öllum landsfjórðungum.

Lesa meira

Rýmingin stendur fram yfir hádegi

Rýming vegna hættu á snjóflóðum úr Strandartindi við sunnanverðan Seyðisfjörð verður í gildi fram yfir hádegi en byggingar á tveimur reitum þar voru rýmdar í gærkvöldi. Áframhaldið verður metið í samráði við Veðurstofuna.

Lesa meira

Lausagöngufé fellt í Loðmundarfirði

Tæplega þrjátíu útigangskindur voru felldar í Loðmundarfirði um síðustu helgi í aðgerðum á vegum Matvælastofnunar og þriggja sveitarfélaga á Austurlandi. Ekki var talið hægt að ná kindunum með öðrum leiðum.

Lesa meira

„Leitum allra leiða til að taka þátt í skynsömu verkefni“

Ráðherra samgöngumála hefur falið Vegagerðinni að skoða hvort hægt sé að bæta veginn um Njarðvíkurskriður í sumar samhliða því sem farið verður í aðrar framkvæmdir á svæðinu. Ráðherrann voru í dag afhentir undirskriftalistar með nöfnum ríflega 2500 einstaklinga sem fara fram á að vegurinn til Borgarfjarðar verði bættur hið fyrsta.

Lesa meira

Vonast til að aflétta óvissuástandi í kvöld

Vonast er til að hægt verði að aflétta óvissuástandi vegna snjóflóða á Seyðisfirði þegar styttir endanlega upp í kvöld. Rýmingu vegna snjóflóðahættu var aflétt upp úr klukkan þrjú í dag.

Lesa meira

Grjótharður fengur hjá Ljósafellinu

Áhöfnin á Ljósafellinu frá Fáskrúðsfirði krækti í heldur óvenjulegan feng í síðustu veiðiferð þegar margra tonna steinn kom upp í trollinu. Skipstjórinn segir merkilegt að veiðarfærið hafi haldið í átökunum.

Lesa meira

Konurnar flytja þegar opinbera þjónustan minnkar

Niðurskurður á opinberri þjónustu hefur meiri áhrif á búsetu kvenna en karla á dreifbýlum samkvæmt nýrri norrænni samantekt. Menntaðar konur á barneignaraldri eru líklegastar til að flytja í burtu. Tryggja þarf fjölbreyttari atvinnutækifæri og efla aðgengi og menntun og heilbrigðisþjónustu til að snúa þróuninni við.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar