Vonast til að aflétta óvissuástandi í kvöld

Vonast er til að hægt verði að aflétta óvissuástandi vegna snjóflóða á Seyðisfirði þegar styttir endanlega upp í kvöld. Rýmingu vegna snjóflóðahættu var aflétt upp úr klukkan þrjú í dag.


Í gærkvöldi voru rýmd hús hús á tveimur reitum undir Strandartindi í sunnanverðum Seyðisfirði. Þá hafði fjallið svokallað vott flóð niður á Miðtanga skammt utar. Það var nokkuð stórt og fór yfir veg.

Síðan hafa fallið nokkur minni flóð, bæði á Seyðisfirði og sunnar á Austfjörðum vegna rigninga og hlýnunar. Byggð hefur ekki staðið nein hætta af.

Eftir klukkan tvö í dag dró úr rigningunni á Seyðisfiðri og var þá ákveðið að aflétta rýmingunni. Óvissuástand er enn í gildi og munu snjóaathugunarmenn fylgjast með ástandinu þar til úrkomunni er lokið. Frekari ákvarðanir um afléttingu óvissustigsins verða teknar í kvöld.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.