Veraldarvinir í sorphreinsun í fjörum Fáskrúðsfjarðar

Hópur fólks úr samtökunum Veraldarvinir (Worldwide Friends) er nú staddur á Fáskrúðsfirði þar sem fólkið hefur gengið um fjörur og hreinsað sorp úr þeim.


Þetta kemur fram á Facebook síðu samtakanna. Veraldarvinir eru sjálfboðaliða samtök sem vinna að umhverfis- og menntamálum. Samtökin eiga 20 ára afmæli á þessu ári.

Hrafn Jökulsson rithöfundur og skákfrömuður er einn helsti talsmaður Veraldarvina hérlendis en hann hefur vakið þjóðarathygli á samtökunum fyrir hreinsunarstarf þeirra í fjörum Kolgrafarvíkur og nágrennis á Vestfjörðum. Hreinsunarstarfið var unnið í samvinnu samtakanna Vina Kolgrafarvíkur sem Hrafn stofnaði og Veraldarvina.

Afraksturinn af hreinsunarstarfinu í Kolgrafarvík var settur upp sem sýning á Geirsgötunni í Reykjavík í vetur og vakti töluverða athygli. Meðal gesta á þeirri sýningu voru nokkrir ráðherrar.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.