Vatnið í Neskaupstað í lagi

Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Neskaupsstað. Talið er að yfirborðsvatn hafi borist í vatnsból í Fannardal í miklum rigningum á föstudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð og Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Sýni sem tekin voru á mánudag leiddu í ljós að fjöldi jarðvegsgerlar í neysluvatni Norðfirðinga var yfir viðmiðunarmörkun. Í framhaldinu var send út aðvörun til íbúa.

Eftir rannsóknir í gær er talið líklegast að vatnið hafi spillst vegna þess að yfirborðsvatn hafi komist í borholurnar í Fannardal. Því sé ekki lengur nauðsynlegt að sjóða vatnið.

Í tilkynningunni segir að áfram verði fylgst með stöðu mála í Fannardal og tekin sýni úr borholunum og dreifikerfi bæjarins. Íbúar verði upplýstir um þróun mála.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.