Vara við veginum í Fannardal

Lögreglan á Austurlandi varar við ósléttum veginum í Fannardal að nýju Norðfjarðargöngunum þar sem vegurinn er ósléttur. Flest verkefni lögreglunnar í síðustu viku tengdust umferðaróhöppum.

Varað er við vegarkaflanum frá gangamunnanum að Skálateigi í dagbók lögreglunnar. Þar segir að í veginum séu djúpar holur sem valdið geti eignatjóni og umferðaróhöppum.

Í dagbókinni kemur framað nokkur umferðaróhöpp hafi orðið í umdæminu en engin slys á fólki. Útafakstur varð við Brunahvamm á leiðinni niður af Vopnafjarðarheiði og skemmdist sú bifreið talsvert.

Þá fór bifreið út af veginum á móts við Dalsá í Fáskrúðsfirði. Ökumaður bifreiðarinnar kvaðst hafa séð kyrrstæða ljóslausa bifreiða á veginum framundan og sveigt framhjá til að forðast árekstur.

Þá þurfti að aðstoða ökumönnum á nokkrum stöðum sem voru í vandræðum vegna veðurs.

Ökumaður er grunaður um að hafa stolið bíl og ekið án ökuréttinda á Breiðdalsvík. Á Fáskrúðsfirði var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Einn var handtekinn á Egilsstöðum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Ein líkamsárás var tilkynnt á Egilsstöðum. Það mál er í rannsókn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.