Umfangsmikil lögregluæfing á Seyðisfirði

Stór æfing á vegum lögreglunnar hófst á Seyðisfirði um klukkan átta í morgun og stendur til hádegis. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í æfingunni.

Það eru Lögreglan á Austurlandi, sérsveit Ríkislögreglustjóra og Menntasetur lögreglu sem taka þátt auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.

Æfð eru viðbrögð þessara eininga í stórum málum þar sem meðal annars reynir á samstarf og samstillingu. Sambærilegar æfingar eru haldnar í öllum lögregluumdæmum, stýrt af Menntasetrinu.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum er beðist velvirðingar á ónæði sem kann að stafa af æfingunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.