Um 200 manns sáu Fullkomið brúðkaup

Alls komu um 200 manns að sjá leikritið Fullkomið brúðkaup á Iðavöllum í síðustu viku. Lokasýningin var í gærkvöld og var uppselt á hana.

Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Leikfélags Fljótsdalshéraðs segir að þau séu mjög hamingjusöm yfir því að hafa getað sýnt þetta leikrit.

„Við erum glöð og ánægð með að hafa náð að sýna leikritið eftir allt sem á undan gekk,“ segir Sólveig Heiðrún. „Jafnframt hafa þessar sýningar bætt verulega fjárhaginn hjá okkur.“

Fram kemur í máli Sólveigar Heiðrúnu að það sé ekki síður mikilvægt fyrir félagið að með því að ná að sýna leikritið munu þau tryggja sér árlegan styrk frá menntamálaráðuneytinu. Til að fá þann styrk þarf að frumsýna verk á árinu.

Ennfremur segir Sólveig Heiðrún að leikritið hafi verið tekið upp og hugmyndin sé að selja „link“ á það í náinni framtíð. Fólk geti þannig séð leikritið á netinu ef þessi áform ganga eftir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.