Þrjár verslanir Samkaupa á Austurlandi orðnar að Kjörbúðum

Unnið er að því að breyta verslunum Samkaupa sem reknar hafa verið undir merkjum Strax og Úrvals í Kjörbúðirnar. Búið er að breyta þremur verslunum af fimm á Austurlandi.


Síðasta föstudag nóvember voru breyttar búðir opnaðar á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og fyrir helgi var búðin á Eskifirði opnuð eftir breytingu.

Samkaup tók við verslunum Kaupfélags Héraðsbúa þegar KHB leitaði nauðasamninga árið 2009. Samkaup rekur í dag sex búðir á Austurlandi, Nettó á Egilsstöðum og fimm verslanir Samkaupa.

Eftir er að breyta verslununum á Norðfirði og Djúpavogi. Það á að gerast í byrjun næsta árs. Alls þarf að breyta um 30 verslunum um land allt.

Breytingarnar eru gerðar í kjölfar viðamikillar viðhorfskönnunar meðal um 4000 viðskiptavina Samkaupa og útkoman varð kjörbúðin.

Kjörbúðinni er ætlað að þjónusta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur á hverjum stað. Með því vill Samkaup gera viðskiptavinum sínum um allt land kleift að versla daglega allar helstu nauðsynjavörur á samkeppnishæfu verði, að því er fram kemur í tilkynningu.

Við opnunina á Eskifirði. Frá vinstri: Ómar Valdimarsson framkvæmdarstjóri Samkaupa, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Þórey Mjöll Fossberg Óladóttir verslunarstjóri á Eskifirði, Eydís Ásbjörnsdóttir bæjarfulltrúi og Gunnar Egill Sigurðsson forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa. Mynd: Gungör Gunnar Tamzok

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.