Stefán Grímur áfram oddviti

Stefán Grímur Rafnsson verður áfram oddviti Vopnafjarðarhrepps. Frá þessu var gengið formlega í gær á sveitarstjórnarfundi þar sem nýr meirihluti tók við völdum.

Leiðtogar Betra Sigtúns og K-lista félagshyggju höfðu skipt oddvitasætinu með sér á milli ára en það var í höndum Sigtúnslistans þegar meirihlutinn strax. Í raun er því engin breyting á oddvita.

Varaoddvitinn verður hins vegar Bárður Jónasson af B-lista Framsóknarmanna og óháðra. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir frá Betra Sigtúni verður varaoddviti.

Tveir fulltrúar minnihluta K-lista sátu hjá við afgreiðsluna í gær.

Gamli meirihlutinn sprakk fyrir tveimur vikum vegna ágreinings um framtíð sveitarstjórans Ólafs Áka Ragnarssonar. K-listinn vildi að Ólafur hætti eftir samstarfsörðugleika og trúnaðarbrest.

Betra Sigtún og Framsóknarmenn töldu ekki rétt að skipta um sveitarstjóra hálfu ári fyrir lok kjörtímabils. Viðræður þeirra á milli gengu vel og var nýr meirihluti tilbúinn skömmu eftir að sá gamli leið undir lok.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.