Sjö Austfirðingar fá listamannalaun

Sjö Austfirðingar eru meðal þeirra tæplega 400 einstaklinga sem hljóta listamannalaun í ár. Flestir hljóta laun úr launasjóði hönnuða eða þrír.


Lengsta einstaka styrkinn hlýtur hins vegar Svanur Vilbergsson, gítarleikari frá Stöðvarfirði, sex mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda.

Kristín Arna Sigurðardóttir, Elísabet Karlsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir eru hönnuðirnir þrír. Kristín Arna hlýtur fjögurra mánaða laun en Elísabet og Sigrún þriggja mánaða.

Fellbæingurinn Pétur Ármannsson og kona hans Brogan Davison eru í sviðslistahópnum DFM félagasamtök sem fær 10 mánaða laun til að vinna að verkefninu Marriage.

Að endingu má nefna Þór Vigfússon, myndlistarmann á Djúpavogi, sem hlýtur þriggja mánaða laun.

Alls fær 391 listamaður laun árið 2017 og eru til úthlutunar 1600 mánuði. Starfslaunin eru rúmar 370 þúsund krónur í verktakagreiðslum sem alls eru 593 milljónir.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.