Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði

Fundi almannavarnanefndar, viðbragðsaðila og Veðurstofu lauk rétt í þessu. Þar kynnti Veðurstofa niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar. Var niðurstaðan sú að aflétta rýmingu að hluta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að rýmingu hefur því verið aflétt í eftirtöldum húsum:

- Austurvegi 32, 47, 49, 51 og 53
- Brekkuvegi 3, 5 og 7
- Baugsvegi 1 og 4
- Bröttuhlið 1, 2, 3, 4 og 5
- Múlavegi, í öllum hús ofan vegar númer, 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 53, 57 og 59
- Hafnargata 2, 4 og 4A

Þá er áréttað að íbúar í húsum þar sem rýmingu hefur enn ekki verið aflétt, geta farið í hús sín og náð þar í nauðsynjar til að mynda og unnið að lagfæringum. Rétt er að gefa sig fram áður við viðbragðsaðila í Ferjuleiru sem veita frekari upplýsingar og aðstoð. Gæta skal að því að fara í slíkar heimsóknir í björtu og við það miðað að það sé gert milli klukkan 11 og 17.

Ítarlegri upplýsingar verða sendar fljótlega á vef almannavarnanefndar og fésbókarsíðu. Þær munu birtast þar á ensku og pólsku einnig.

Mynd: Ríkislögreglustjóri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.