Rafrænt umsóknarkerfi í bígerð á Vopnafirði

"Vinna við innleið­ingu tíma­skrán­ing­ar­kerfis fyrir starfs­fólk sveit­ar­fé­lagsins er í fullum gangi. Einnig er verið að hefja vinnu við rafrænt umsókn­ar­kerfi á heima­síðu sveit­ar­fé­lagsins, mála­skrá og stjórn­enda­mæla­borð fyrir fjár­hags­kerfið."

Þetta kemur fram í skýrslu Söru Elísabetar Svansdóttur sveitarstjóra á síðasta fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps.

Í skýrslunni segir m.a. að fjöl­þjóðleg lista­hátið barna er í gangi á leik­skól­anum og hefur skapað mikla ánægju. Einnig er verið að greina mötu­neyt­is­málin hjá sveit­ar­fé­laginu.

„Þó nokkuð er um að vera í skipu­lags­málum. Auglýs­inga­tíma vegna Þver­ár­virkj­unar og strengs yfir Hell­is­heiði er lokið og hafa breyt­ing­arnar nú þegar tekið gildi. Hafist verður handa við Þver­ár­virkjun og streng­lögn yfir Hell­is­heiði í vor/sumar. Auglýs­inga­tíma vegna breyt­inga á deili­skipu­lagi hafnar er lokið og mun taka gildi í kjöl­farið,“ segir í skýrslunni.

„Breyt­ing­ar­til­laga vegna breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna Ytri Hlíðar er í auglýs­ingu núna og mun taka gildi í apríl/maí. Verið er að skipu­leggja íbúa­fundi í maí vegna endur­skoð­unar aðal­skipu­lags og vernd­ar­svæðis í byggð og verið er að vinna að fýsi­leika­könnun vegna sund­laug­ar­mála hjá sveit­ar­fé­laginu.

Fram­kvæmdir hafa verið í Sundabúð og Mikla­garði og hafinn er undir­bún­ingur vegna nýrrar útrásar í Skála­nesvík. Einnig er vinna hafin við að skipta ljósum á ljósastaurum yfir í LED. Verið er að leita tilboða í fram­kvæmdir sveit­ar­fé­lagsins sem fyrir­hug­aðar eru 2021.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.