Píluklúbbur stofnaður á Eskifirði

Daninn Jesper Sand Poulsen fer fyrir hópi sem stofnað hefur píluklúbb í miðbæ Eskifjarðar undir nafninu Píluklúbbur Austurlands. Verið er að vinna í húsnæði klúbbsins og stefnt á formlega opnun þess eftir sjö daga.


María Hjálmarsdóttir situr í stjórn klúbbsins. Hún segir að það séu skráðir um 30 meðlimir í klúbbinn og þar af 7 konur.

”Markmið klúbbsins er að fá fleiri konur og koma á unglingastarfi og æfingum fyrir bæði unga og fullorðna,” segir María.

 Fram kemur hjá Maríu að nú sé unnið sleitulaust við að koma öllu upp í klúbbnum og verður hann opnaður í næstu viku.  Það verða 6 pílubásar til staðar og spjaldtölvur til að halda utanum stig.
 
Jesper Sand Poulsen er formaður stjórnar klúbbsins en auk Maríu eru í stjórninni þeir Magni Þór Harðarson. Elfar Aron Daðason, Andri Bergmann og Sigurjón Geir Sveinsson.

Mynd: Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.