Ný vefsíða Vopnafjarðar tilnefnd til verðlauna

Ný vefsíða Vopna­fjarð­ar­hrepps sem var tekinn í notkun í sept­ember s.l. hlaut á föstudag tilnefn­ingu til Íslensku vefverð­laun­anna í flokki opin­berra vefja.

Fjallað er um málið á vefsíðunni. Þar segir að á föstudag, 26. mars, kemur svo í ljós hver af þeim 5 opin­beru vefjum sem þóttu bestir á árinu 2020 hlýtur verð­launin í flokknum.

Vopna­fjar­dar­hreppur.is er í hópi mjög sterkra vefja, þar á meðal Island.is og Græna planið hjá Reykja­vík­ur­borg.

Það er Kolofon hönn­un­ar­stofa sem á heið­urinn af vefnum en stofan og Vopna­fjarð­ar­hreppur nutu leið­sagnar og ráðgjafar Greips Gísla­sonar við gerð vefjarins og ristjórn hans fyrstu mánuðina. Ljós­myndir tók Dagný Stein­dórs­dóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.