Norðmenn fá yfir 50% af þegar úthlutuðum loðnukvóta

Norðmenn fá yfir helming af þegar úthlutuðum loðnukvóta eða rúm 33.000 tonn af 61 þúsund tonna úthlutun. Hinsvegar er þetta endanlegt magn til Norðmanna og ekkert bætist við þótt kvótinn verði aukinn nú í vikunni eða síðar.


Hægt er að sjá þetta á vefsíðu Fiskistofu. Þar kemur fram að íslenskar útgerðir fá úthlutað 19.000 tonn af þegar úthlutuðum kvóta en ef kvótinn verður aukinn kemur öll viðbótin í hlut íslenskra útgerða.

Þá má sjá að Færeyingar fá rúm 3.000 tonn í sinn hlut af fyrrgreindum heildarkvóta og Grænlendingar fá tæp 4.500 tonn. Það sama gildir hér og um Norðmenn að um hámarkskvóta er að ræða.

Fram kemur á vefsíðunni að Norðmenn hafa aðeins fimm vikur til að ná sínum kvóta, þ.e. mega veiða loðnu hér við land á tímabilinu 15. janúar til 22. febrúar. Færeyingar og Grænlendingar hafa hinsvegar tíma fram til 30. apríl að ná sínum kvótum.

Kvótar til Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga eru hluti af gagnkvæmum samningum um veiðiheimildir í lögsögu ríkjanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.