Mast boðar breytingar hjá Fiskeldi Austfjarða

Matvælastofnun (Mast) hefur unnið tillögu að breytingu á rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði. Tillaga byggir á tilkynningu Fiskeldis Austfjarða frá 2020 og ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2021 um breytingu á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Fáskrúðsfirði.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mast. Þar segir að tillagan byggii einnig á uppfærðu áhættumati Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar í maí 2020. Það gerir ráð fyrir 12.000 tonnum af frjóum laxi í Fáskrúðsfirð

Fyrirtækið er með rekstrarleyfi fyrir 11.000 tonna hámarkslífmassa af laxi í Fáskrúðsfirði sem var gefið út 21. mars 2019. Heimilaður hámarkslífmassi á frjóum laxi er 6.000 tonn og ófrjóum laxi 5.000 tonn sem samræmdist þágildandi áhættumati Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar frá árinu 2017.

„Breytingin á rekstrarleyfinu heimilar allt að 11.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Fáskrúðsfirði og færslu eldissvæðanna. Eldissvæðið við Æðasker verður lagt af en þess í stað afmarkað nýtt eldissvæði í firðinum sunnanverðum sem kallast Einstigi,“ segir í tilkynningunni.

„Þá er gert ráð fyrir að flytja svæði við Höfðahúsabót og Eyri/Fögrueyri austar ásamt því að breyta afmörkun þeirra. Eftir breytingar verða tvö svæði í sunnanverðum firðinum og eitt svæði í firðinum norðanverðum. Einnig er um að ræða breytingu á útsetningaráætlun og sjókvíeldissvæðum. Seiði verða sett út þriðja hvert ár á hvert eldissvæði í stað þriðja hvert ár á öll eldissvæðin í einu.“

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. mars 2021.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.