Lundúnaflugið fær stærsta styrkinn úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Ferðaþjónustufyrirtækið Tanni Travel fær stærsta styrkinn, 4,3 milljónir króna úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Styrkurinn er veittur til sölu flugsæta með beinu flugi milli Egilsstaða og Lundúna í sumar og verkefnisins Meet the Locals. Alls er úthlutað 55,9 milljónum til 90 verkefna.


Úthlutað var úr sjóðnum í annað sinn við athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag. Sjóðnum er ætlað að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun Austurlands.

Í tilkynningu segir Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Austurlands, ánægjulegt hversu margar umsóknir bárust. Ákveðið var í haust að þýða helstu umsóknargögn yfir á ensku og telur hún að það hafi skilað sér í auknum fjölda umsókna sem margar hverjar voru afskaplega faglega unnar.

Hún segir að það hafi líka vakið athygli hversu öflugar umsóknir um skógræktarverkefni hefðu borist. Greinin hafi vissulega verið áberandi í styrkúthlutunum áður en aldrei með jafn fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum og nú.

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, hlýtur 2,7 m.kr. til tveggja verkefna; 2,1 m.kr. til sýningardagskrár Skaftfells 2016 og 600 þúsundir kr. til fræðsluverkefnis miðstöðvarinnar. Þá hlýtur LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi 2,5 m.kr. og Wasabi Iceland ehf. fær 2,2 m.kr. til vefjaræktunar á wasabi í rannsóknaraðstöðu.

Alls bárust 150 umsóknir sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Áætlaður heildarkostnaður við þessi 150 verkefni er rúmar 807 m.kr. Sótt var um rúmar 221 m.kr. og úthlutað sem fyrr segir 55,5 m.kr. sem er örlítið lægri upphæð en í fyrra þegar 58 m.kr. var úthlutað.

Sjóðurinn er samkeppnissjóður og því hljóta þau verkefni styrk sem uppfylla flest skilyrði samkvæmt úthlutunarreglum, auk þess sem vandaðar umsóknir og viðskiptaáætlanir fyrir stærri verkefni töldust afar mikilvægar við mat á umsóknum.

Styrkþegar í heild:

Tanni Travel Fly Europe 3.500.000
Tanni Travel - Meet the locals (markaðsáætlun) 800.000
Alls: 4.300.000


Sýningardagskrá Skaftfells 2016 2.100.000
Fræðsluverkefni Skaftfells 2016-17 600.000
Alls: 2.700.000


Lunga - Listahátíð ungs fólks Austurlandi 2.500.000

Wasabi Iceland ehf Vefjaræktun á wasabi í rannsóknaraðstöðu 2.200.000

Óbyggðasetur ehf - Vöruþróun og markaðsherferð 1.000.000
Uppbygging Óbyggðaseturs Íslands 1.000.000
Alls: 2.000.000

Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði, stofnkostnaður 1.000.000
Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði, Stúdíó Silo, hljóðupptökuver 1.000.000
Alls: 2.000.000

Rúllandi snjóbolti / 7 Djúpivogur 900.000
Djúpavogshreppur: "Tankurinn" - sýningarrými 500.000
Efling og kynning Cittaslow á Djúpavogi 300.000
Alls: 1.700.000

Uppbygging í Þjónustuhúsi Tækniminjasafns Austurlands 800.000
Smiðjuhátíð Tækniminjasafns Austurlands 2016 700.000
Alls: 1.500.000

Gunnarsstofnun: Söguhjúpur fyrir snjalltæki 400.000
Gunnarsstofnun: Sælir eru einfaldir (leikverk) 400.000
Gunnarsstofnun: Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 200.000
Gunnarsstofnun/Upphéraðsklasi: Kvöldvökur á Upphéraði 300.000
Alls: 1.300.000

Vöruþróun og markaðssetning Havarí ehf. 1.200.000

Kammerkór Egilsstaðakirkju: „Á þjóðlagafáknum til Vesterålen“ 1.100.000

SAM-félagið grasrótarsamtök: Stefnumót við Skógarsamfélag - vinnustofa um viðarnýtingu 600.000
SAM-félagið grasrótarsamtök: MAKE VIÐBURÐUR - kryddjurt í Austfirskar hátíðir 200.000
SAM-félagið grasrótarsamtök: AÐ HEIMAN OG HEIM - Árleg listsýning 300.000
Alls: 1.100.000

Borgarfjarðarhreppur: Að vera valkostur 1.000.000
Bókstafur ehf: Útgáfa þriggja austfirskra bóka 1.000.000
Drif ehf: Náttúrulaugar á Vestdalseyri Seyðisfirði 1.000.000
Ferðamálasamtök Austurlands: Áfangastaðurinn Austurland 1.000.000
Fljótsdalshérað: Ormsstofa 1.000.000
Lífsmynd/Djúpavogshreppur: Hans Jónatan (kvikmynd) 1.000.000
Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar: Rekstur og uppbygging safnsins 1.000.000

Skógarafurðir ehf Fljótsdal: 900.000

Aðalheiður Borgþórsdóttir: Vetur á Austurlandi (uppbygging vetrarferðamennsku) 800.000
Ferðaklasinn ÆSA: Vetrarævintýri á Austurlandi 800.000
Félag skógarbænda: UMBREYTING - efnisrannsókn í skógi 800.000
Härjedalens Kulturcentrum: East Iceland Summer Academy 800.000
Logg - landfræði & ráðgjöf: Virði Skóga 800.000

Sigurðardóttir ehf: Okkar eigin höfundasmiðjur framhald 500.000
Sigurðardóttir ehf: Okkar eigin barnaefni (fyrir útvarp) 300.000
Alls: 800.000


Celia Harrison: Festival of Light - Seyðisfirði 700.000
Charles Ross: Stórval - Tónverk fyrir nútímasveitina Stelkur 700.000
Djassklúbbur Egilsstaða: Hljómsveitanámskeið Austurlands 700.000
Doxa, Kristín Amalía Atladóttir: Kjarval á Selfljóti (kvikmynd) 700.000

Safnastofnun Fjarðabyggðar: Sjálfvirk safnaleiðsögn - Locatify 400.000
Safnastofnun Fjarðabyggðar: Varðveisluhús - sameiginlegt fjölnota húsnæði 300.000
Alls: 700.000

Bláa kirkjan: Sumartónleikar Bláu kirkjunnar 500.000

Erla Dóra Vogler: Tónlistarskemmtun með Dægurlagadraumum 300.000
Erla Dóra Vogler: Vínarglamúrgala - tónleikar 200.000
Alls: 500.000

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs: Þjóðleikur 2017 (undirbúningsár) 300.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs: Wilderness 2 á Austurlandi 200.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs: Drekinn Leiklistarhátíð Leikfélaganna 400.000
Alls: 900.000

Framfarafélag Fljótsdalshéraðs: Matjurtarækt á Austurlandi - framhald 500.000
Íris Dóróthea Randversdóttir: Sólsystur - Bros í dagrenningu 500.000
Kristján Krossdal: Krossdal - Íslensk völundarsmíði 500.000
Listasmiðja Norðfjarðar: Frágangur og viðgerð í Þórsmörk 500.000
Litten Byström og Linus Loh: Published in East Iceland 500.000
Lortur - framleiðslufélag: Blindrahundurinn 500.000
Margildi ehf: Hrálýsi á Austurlandi úr loðnu og fleiru 500.000
Norðurljósahús Íslands: Uppbygging sýndarveruleikaherbergis í Norðurljósahúsi 500.000
Philippe Clause: The Scent Bank 500.000
Sláturhúsið menningarsetur: Vinnustofur í Sláturhúsinu 500.000
Suncana Slamning: Tónlistarsumarbúðir á Eiðum 500.000
Tónlistarstundir Egilsstaðakirkju 2016 500.000
Verkmenntaskóli Austurlands: Tæknidagur fjölskyldunnar 500.000
Þjónustusamfélagið á Héraði: Kynningarmyndband fyrir Egilsstaði og nágrenni 500.000

Dansstúdíó Emelíu 400.000

Félag ljóðaunnenda Austurlandi: Bókaútgáfa 2016 (þrjár bækur) 300.000
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi: Landsmót kvæðamanna 100.000
Alls: 400.000

Héraðsskjalasafn Austurlands: Jón Stefánsson alþýðulistamaður frá Möðrudal (sýning) 400.000
Monika Frycova: PURE MOBILE vs. DOLICE VITA 400.000
Söguslóðir Austurfirðinga: Vopnfirðingaslóð - 2. hluti 400.000
Vegahúsið/Sláturhúsið: Road to Relax 400.000
Vopnafjarðarhreppur: Tón, sjón og ljóðsköpun 400.000

DFN / Pétur Ármannsson: Dansaðu fyrir mig kynnir: Strip – austfirskt samstarf 300.000
Ferðaþjónustan Mjóeyri: Kvöldvökur „Á Fætur í Fjarðabyggð“ 300.000
Jón Hilmar Kárason: Allt öðruvísi tónleikar 300.000
Konrad Korabiewski og Kristjan Loðmfjörð: NS-12 Bókverk 300.000

Litl ljóða hámerin: Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki 2016 200.000
Litl ljóða hámerin: Ljóðaganga í skógi 100.000
Alls: 300.000

Ólöf Björk Bragadóttir: PLASTFLJÓTIÐ - listasmiðja sjálfbær þróun 300.000
Páll Ivan Pálsson: Páll og Viktorija, samstarf tónskálds og danshöfundar 300.000
The LungA school´s final show 300.000
Breki Steinn Mánason: Raftónlistarhátíð á Egilsstöðum 200.000
Félag um minningarreit Sleðbrjótskirkju: Útilistaverk við Sleðbrjótskirkju 200.000
Stofnun rannsóknarsetra HÍ, starfsemi Austurlandi: Öræfakóngar og fjalladrottningar 200.000
Kirkju og menningarmiðstöð Austurlands: Upptökutækni o.fl. námskeið fyrir ungmenni 200.000
Minjasafn Austurlands: Fest Tråden. Útsaumur kvenna á Austurlandi og í Vesterålen 200.000
Pétur Behrens: Langhús, myndlist 200.000
Stúlknakórinn Liljurnar: Liljurnar - Samnorrænt kóramót 200.000
Þroskahjálp Austurlandi: Listahátíðin List án landamæra 200.000

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.