Listagjöf í boði frá Listahátíð

Listahátíð í Reykjavík, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, býður upp landsmönnum upp á svokallaða listagjöf núna fyrir jólin.

Frá og með hádegi í dag, mun almenningur getað pantað Listagjöf fyrir ástvini á sérhönnuðu vefsvæði listagjof.listahatid.is. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að hver listagjöf er um það bil fimm til tíu mínútna flutningur á tónlist, dansi eða ljóðalestri frá mörgu af okkar allra besta listafólki. Sá eða sú sem bókar gjöfina sér til þess að viðtakandinn verði heima þegar gjöfin verður afhent og tekur að auki á móti listamanninum.

Flutningurinn fer svo fram í öruggri covid-fjarlægð frá þiggjanda gjafarinnar, utandyra ef þess er nokkur kostur eða annars staðar þar sem hægt er að tryggja örugga fjarlægð.

Ath. Þangað sem listafólk kemst ekki í eigin persónu eða til þeirra sem treysta sér ekki til að taka á móti listafólki heim að dyrum verður í boði að panta listagjafir sem persónulegt myndsímtal.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.