Kröfur aukast um bætta vegþjónustu yfir Öxi

„Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur beint því til sveitarstjórnar Múlaþings að taka upp viðræður við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um bætta vegþjónustu á vetrum yfir Öxi umfram þá reglu sem í gildi er.“


Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi heimastjórnarinnar. Eins og fram kom í fréttum fyrr í vetur hefur heimastjórn Djúpavogs einnig gert kröfu um bætta vegþjónustu yfir Öxi. 

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs bendir á að málið sé mikilvægt í ljósi nýafstaðinnar sameiningar sveitarfélaga á Austurlandi í Múlaþing.

Heimastjórn Djúpavogs kom einnig inn á Múlaþing í sinni samþykkt um Öxi. Í henni segir m.a.; „Ennfremur er það skýlaus krafa heimastjórnar að vetrarþjónusta verði tekin upp að nýju á veginum enda er eftir sameiningu um samgöngur innan sveitarfélags að ræða.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.