Jólakötturinn fluttur á Facebook

Hinn árlegi markaður Jólakötturinn fellur niður í ár. Þeim sem hafa verið með söluborð á markaðinum býðst að setja vörur sínar á Facebook síðu markaðarins.

Bergrún Arna Þorsteinsdóttir hjá Holt og heiðar segir að enginn handverks né matarmarkaður verði á Jólakettinum í ár. Hinsvegar muni skógarbændur og Skógræktin selja jólatré tvo næstu laugardaga.

Jólatrés salan verður á morgun þann 12. des. Milli kl. 13.00 og 18.00 í samfélagssmiðjunni þ.e. gamla Blómabæ. Salan verður svo aftur 19. des. Á sama stað og tíma.

„Við buðum þeim sem verið hafa með söluborð á Jólakettinum að setja inn á Facebook síðu markaðarins hvar viðskiptavinir þeirra geti nálgast vörurnar.“ segir Bergrún Arna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.