Hvetja til áframhaldandi varúðar yfir hátíðahjallann

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minnir Austfirðinga á að halda vöku sinni gagnvart Covid-19 veirunni á aðventunni og þeim hátíðum sem eru í nánd.

Í tilkynningu frá í gærkvöldi minnir aðgerðastjórnin á að staðan sé enn viðkvæm, einkum í þeim ys og þys sem fylgi undirbúningi jólanna.

Því hvetji hún til þess að sá þröngi vegur sem framundan sé verði fetaður af ýtrustu hægð og varúð. Þannig verði komist Austfirðingar í sameiningu óskaddaðir yfir hátíðarhallann sem bíði og inn í nýtt ár.

„Njótum þess að eiga lágstemmdan og notalegan jólaundirbúning með okkar nánustu,“ segir þar.

Síðast greindist Covid-19 smit á Austurlandi þann 17. nóvember. Tvær vikur verða á morgun liðnar frá því staðfest var að viðkomandi hefði náð sér. Síðan hefur ekkert virkt Covid-19 smit verið í fjórðungnum.

Þá hefur heldur enginn verið í sóttkví frá 1. desember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.