Hlutu styrki úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar

Brynja Björk Þórsdóttir og Linda María Karlsdóttir hlutu fyrr í sumar styrki til háskólanáms að upphæð 50.000 kr. hvor úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar.

Minningarsjóður Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar, presthjóna að Desjarmýri og Hjaltastað, var stofnaður árið 1945 af börnum þeirra hjóna á aldarártíð þeirra. Tilgangur sjóðsins er að veita námsfólki búsettu á Austurlandi styrki til háskólanáms. Sjóðurinn var upphaflega undir umsjá sýslunefndar Norður-Múlasýslu en er nú í umsjá Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, afhenti þeim Brynju Björk og Lindu Maríu styrkina.

Brynja Björk Þórsdóttir leggur stund á nám í sálfræði við Háskóla Íslands og er á öðru ári. Hún er fædd og uppalin á Hallormsstað. Eftir að hafa lokið námi við Hallormsstaðaskóla, lá leiðin í Menntaskólann á Egilsstöðum en þaðan lauk Brynja stúdentsprófi af félagsfræðibraut árið 2013.

Linda María Karlsdóttir stundar nám í læknisfræði í Debrecen í Ungverjalandi er á öðru ári af sex. Hún er frá Þrepi í Eiðaþinghá og var alla sína grunnskólagöngu á Eiðum og Egilsstöðum. Þaðan fór Linda María í Menntaskólanum á Egilsstöðum sem hún kláraði á þremur árum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.