Helgin: Aðventa Gunnars á fjöldamörgum tungumálum í tilefni afmælis

„Gunnarsstofnun var opnuð 1997. Það var þó ekki í þeirri mynd sem hún er í dag, en stofnunin varð ekki menningarsetur fyrr en árið 2000. Það er ótrúlegt hversu margt hefur gerst á þessum tíma og hvernig við erum nú í þessu stóra og flotta húsi með mikla starfsemi og til að mynda þáttakendur í erlendum verkefnum.

Það hefði auðvitað verið flott ef þetta hefði tekið skemmri tíma, en núna á 20 ára afmæli stofnunarinnar er þetta orðin fullburða menningarstofnun,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar til 18 ára.

Helgina 9. – 10. desember fagnar stofnunin 20 ára afmæli sínu. „Við verðum með opið bæði laugardag og sunnudag frá kl. 13:00 – 17:00, en afmælisdagskráin sjálf hefst kl. 14:00. Þar verður horft til baka og fram á við, ásamt menningarblendu af tónlist og bókalestri. Á sunnudaginn verður Aðventa Gunnars lesin í heild sinni á tíu til tólf tungumálum í hinum mörgu vistverum Gunnarshúss,“ segir Skúli.

Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Dúkkulísurnar ásamt Pálma Gunnars.

Föstudaginn 8. desember og laugardainn 9. desember verða Dúkkulísurnar í Valaskjálf ásamt Pálma Gunnars. Gömlu góðu jólalögin í bland við margskonar lög bæði gömul og ný. Jólin okkar rifjuð upp með slatta af englahári og rauðum eplum – hvernig heldur Pamela í Dallas jól?

Nánar má lesa um viðurinn hér.


#MeToo í Herðubreið

Sunnudaginn 10. desember, á alþjóðadegi mannréttinda, mun fjölbreyttur hópur íslenskra kvenna koma saman og lesa frásagnir sem litið hafa dagsis ljós í #metoo baráttunni hér á landi. Konurnar og frásagnirnar sem þær lesa eru úr röðum sviðslistakvenna, tónlistarkvenna, stjórnmálakvenna, fjölmiðlakvenna, íþróttakvenna, kvikmyndagerðarkvenna, kvenna í tæknigeiranum og svo mætti lengi telja

Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.