Halli á rekstri A-hluta Mulaþings vegna COVID

Halli verður á rekstri A-hluta Múlaþings á næsta ári upp á 251 milljón kr. Hinsvegar verður lítilsháttar afgangur á samanteknum rekstri A og B hluta eða 5 milljónir kr., að því er segir á vefsíðu Múlaþings.

Ástæðan fyrir hallanum á næsta ári hvað A-hlutann varðar er að langmestu leyti vegna COVID. Eins og flest önnur sveitarfélög glímir Múlaþing við töluverðan tekjusamdrátt sem skapast hefur vegna COVID og þeirra efnahagslegu afleiðinga sem hrun í ferðaþjónustu hefur haft í för með sér

Fram kemur á vefsíðu Múlaþings þar sem fjallað er um fjárhagsáætlun næsta árs að rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2021 nema 7.264 milljónum kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 6.383 milljónum kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 6.347 milljónir kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 6.065 milljónir kr.

Afskriftir ársins í A og B hluta nema 428 milljónum kr, þar af 240 milljónum í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 452 millj í samanteknum A og B hluta, þar af 310 milljónir í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðir rétt rúmir 11 milljarðar í árslok 2021 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 7.8 milljörðum kr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.