Bygging fyrsta íbúðarhúss aldarinnar á Borgarfirði?

Sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps hefur samþykkt að sækja um stofnframlag til byggingar parhúss á grundvelli nýrra laga um almenar íbúðir.


Komi til þess að parhúsið verði byggt verður það fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er í Borgarfjarðarhreppi á þessari öld og fyrsta íbúðarhúsið sem byggt verður í Bakkagerði frá því á níunda áratug síðustu aldar.

Ný lög um almenar íbúðir voru samþykkt á Alþingi í júní en þau gera ráð fyrir að stofnstyrkir verði veittir til byggingar leiguhúsnæðis. Stofnframlögin verða veitt til lögaðila sem ekki hafa hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi.

Fjármagn til stofnstyrkjanna er ákveðið á fjálögum og mun Íbúðalánasjóður sjá um að meta umsóknirnar útfrá því á hvaða svæði er brýnust þörf fyrir leiguhúsnæði fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum.

Almenna reglan er að stofnframlag ríkisins til lögaðila verði 18% af stofnvirði íbúða og stofnframlag sveitarfélaga 12%. Sveitarfélög geta þó fengið 6% aukastofnframlag til byggingar húsnæðis ef að skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki eða sérstök vandkvæði eru á því að fá fjármögnun á almennum markaði.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.