Búið að bóluseta yfir 12%

Meira en 12% Austfirðinga hafa nú fengið bólusetningu að einhverju leyti gegn Covid-19 veirunni.

Samkvæmt tölum frá boluefni.is er búið að bólusetja 6,5% Austfirðinga að fullu en 5,9% hafa fengið fyrri sprautu. Alls hafa því 12,2% fengið bóluefni.

Í síðustu viku var lokið við að bólusetja íbúa yfir 80 ára aldri og bólusetning yngra fólks er víða hafin. Henni verður haldið áfram í næstu viku en ekkert er bólusett eystra þessa vikuna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.