Beltin björguðu í bílveltu á Fagradal

Kona um tvítugt slapp með minniháttar meiðsli eftir bílveltu á Fagradal í gær. Það virðist hafa orðið henni til happs að hún var með beltin spennt.

Bílinn fór út af skammt frá Launá og endaði á þakinu. Konan, sem var ein í bílnum, var flutt á sjúkrahúsið í Neskaupstað til skoðunar og virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsli.

Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Egilsstöðum að bíllinn væri gjörónýtur og mun verr hefði getað farið hefði konan ekki verið í bílbelti.

Af öðrum verkefnum lögreglunnar á Austurlandi má nefna að Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun og gekk afgreiðsla hennar vel.

Í dagbók lögreglunnar er sagt frá umferðarslysi þar sem ökumaðurinn var án ökuréttinda. Með honum í för var farþegi sem hafði falið ökumanninum aksturinn. Sá má búast við sekt fyrir athæfið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.