Sveitarfélögin vilja fresta skattaálögum á almenningssamgöngur

sigrun blondal x2014Aukinn virðisaukaskattskylda ferðaþjónustuaðila gæti aukið útgjöld sveitarfélaga. Frá áramótum ber verktökum sem sinna fólksflutningum að innheimta virðisaukaskatt af vinnu sinni. Forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs segir breytinguna setja samninga um almenningssamgöngur í uppnám.

„Þeir verktakar sem sinna fólksflutningum fyrir sveitarfélögin, svo sem skólaakstri og almenningssamgöngum, þurfa frá og með áramótum að gefa út reikninga með virðisaukaskatti. Hann geta sveitarfélögin ekki fengið til baka.

Ég veit ekki hvort sveitarfélögin séu almennt búin að átta sig á þessu" segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG sem hélt fyrirlestur um væntanlegar breytingar á skattkerfinu á kynningarfundi á Egilsstöðum fyrir skemmstu.

Miklar breytingar verða á virðisaukaskattkerfinu um áramótin sem einkum ná til ferðaþjónustuaðila. Meðal þess sem breytist er að fólksflutningar verða ekki lengur undanþegnir virðisaukaskatti.

Ekki verður þó innheimtur virðisaukaskattur af seldum miðum í almenningssamgöngur.

Sveitarfélögin virðast vera búin að átta sig á þessu miðað við orð Sigrúnar Blöndal, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og formanns Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, á borgarafundi í síðustu viku.

Sigrún skýrði frá því að viðræður stæðu yfir við ríkið um að fá gildistökunni frestað. Þá sé einnig beðið eftir frumvarpi frá ráðherra um almenningssamgöngur.

„Við vitum ekki hvernig málið fer. Þetta setur alla samninga alls staðar í uppnám," sagði hún.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.