Rithöfundalest(ur) á Austurlandi

Ritlest mynd 2015Árviss rithöfundalest fer um Austurland helgina og í henni verða verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín, ásamt austfirskum höfundum og þýðendum.

Iðunn Steinsdóttir varpar ljósi á langafa sinni í Hrólfs sögu sem Salka gefur út, Jón Gnarr segir frá Útlaganum sem JPV gefur út og Kristín Helga Gunnarsdóttir les um Litlar byltingar sem kemur hjá JPV. Sigurjón Bergþór Daðason kemur með sína fyrstu bók, Hendingskasti, og Austfirðingurinn Smári Geirsson les úr riti sínu sem Sögufélagið gefur út, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915.

Auk ofangreindra rithöfunda verða með í för austfirskir höfundar og þýðendur: Ásgeir hvítaskáld, Davíð Þór Jónsson, Sigga Lára Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Unnur Sveinsdóttir og Högni Páll Harðarson.

Rithöfundalestin nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Alcoa Fjarðaáls, Flugfélags Íslands, Síldarvinnslunnar, Gullbergs og Bílaleigu Akureyrar auk forlaganna. Að henni standa Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell menningarmiðstöð og Umf. Egill Rauði.

Viðkomustaðir eru fjórir að þessu sinni. Lesið verður í Kaupvangskaffi á Vopnafirði á föstudagskvöldið klukkan 20:30. Á laugardaginn klukkan 14:00 verða höfundarnir á Skriðuklaustri í Fljótsdal og um kvöldið lesa þeir í Skaftfelli á Seyðisfirði klukkan 20:30. Lestin staðnæmist svo í Safnahúsinu í Neskaupstað klukkan 14:00 þar sem lokaupplestrarnir fara fram.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.