Ekki hægt að flýta Norðfjarðargöngum

nordfjardargong gegnumslag 0031 webEkki verður hægt að opna Norðfjarðargöng fyrir árslok þótt gröftur ganganna hafi gengið hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þetta eru niðurstöður Vegagerðarinnar og aðalverktaka ganganna.

Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að tíminn til að ljúka fjölmörgum verkþáttum sem eftir eru fyrir veturinn sé orðinn of stuttur. Því sé ekki hægt að tryggja að unnt verði að ljúka við verkið fyrir árslok 2016.

Því er ljóst að ekki er unnt að reikna með því að göngin verði opnuð fyrir umferð fyrir þann tíma heldur verði áfram miðað við 1. september 2017 eins og samningur kveður á um.

Þrátt fyrir það verður vinnu við verkið hraðað eins og kostur er.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.