Dæmdur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungri stúlku

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurland hefur dæmt unglingspilt í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi til fjögurra ára fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Piltinum er gert að sæta sérstöku eftirliti og leita sér sálfræðiaðstoðar á tímabilinu.

Pilturinn var ákærður fyrir brot sem stóðu yfir á ríflega eins árs tímabili. Hann var ákærður fyrir að hafa látið stúlkuna fróa sér einu sinni í mánuði og hafa fimm sinnum við sig munnmök. Brotin áttu sér stað á stað þar sem barnið átti að upplifa sig öruggt.

Hann játaði brot sín undanbragðalaust við yfirheyrslur hjá lögreglu. Rannsókn málsins gekk hratt. Kæra barst frá barnaverndaryfirvöldum fyrr á árinu, ákært var í lok september og dæmt fyrir helgi.

Í dóminum kemur fram að erfiðlega hafi gengið að fá stúlkubarnið til að tjá sig uns því var sagt að ákærði hefði sagt frá og hvað hann hefði sagt.

Samkvæmt lögum má milda refsingu ef aldurs- eða þroskamunur aðila er lítill. Dómurinn taldi hvorugt ákvæðið eiga við.

Þar segir hins vegar að ákærði sé mjög ungur að árum. Greið játning og vilji til að þiggja aðstoð vegna óviðeigandi kynhegðunar er metin honum til mildunar.

Í ljósi ungs aldurs og haga ákærða var talið rétt að skilorðsbinda dóminn. Það er þó háð skilyrðum um eftirliti Fangelsismálastofnunar og áframhaldandi meðferð sálfræðings.

Piltinum var einnig gert að greiða 5/6 sakarkostnaðar eða rúmar 800.000 krónur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.