Díana Mjöll: Þurfum að rýna okkar skipulag

diana mjoll sveinsdottir okt15Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík skrifuðu í gær undir samkomulag við bresku ferðaskrifstofuna Discover the World um að annast sölu í beint flug skrifstofunnar til Lundúna á Íslandi og þjónusta ferðalanga sem hingað koma. Framkvæmdastjóri Tanna Travel segir að fara þurfi vandlega yfir framtíðaráform fyrirtækisins í ljósi hins nýja verkefnis.

„Samkomulagið felur í sér móttöku flugsins og sölu á ferðum. Hlutverk okkar er að sinna þjónustunni á Íslandi, þeim Íslendingum sem eru að fara úr landi og taka á móti þeim sem koma.

Síðan er það okkar sem stakra fyrirtækja að búa til vörur sem hentar að selja inn á svæðið," segir Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanna Travel.

Tanni hefur um áraraðir rekið ferðaþjónustu sem þekktust er fyrir rútuferðir en nýtt samkomulag færir fyrirtækinu nýtt hlutverk.

„Ég segi ekki að um algjört endurskipulag verði að ræða en við munum rýna í okkar fyrirkomulag með það fyrir augum hvert við viljum fara," sagði Díana og staðfesti að fyrirtækið gæti þurft að bæta við sig starfsfólki áður en flugið hefst í lok maí.

Díana, sem einnig er formaður Ferðamálasamtaka Austurlands (FAUST), hefur trú á að flugið austur muni vekja athygli víða. Ferðaþjónustuaðilar víðar af landinu horfi til þess sem sé að gerast í tengslum við það. „Það vill enginn missa af þessu."

Hún segir innviðina tilbúna að taka á móti fluginu en þá þurfi hins vegar að þróa áfram. „Þetta er tækifæri til að taka næsta skref. Það kostar vinnu í vetur en við getum vel meira en tilbúin næsta sumar og lærum síðan áfram af því."

Nauðsynlegt sé hins vegar að fara varlega. „Við erum enn að hanna áfangastaðinn Austurland og erum meðvituð um að ef við pössum okkur getum innan fimm ára verið orðin áfangastaður sem við viljum ekki vera."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.