Fyrsti hluti olíuleitar að hefjast

oliuleitarskip webStórt olíurannsóknarskip á vegum Eykon Energy liggur nú við bryggju í Reyðarfjarðarhöfn.

Eykon Energy ásamt samstarfsaðilum ætla að hefja olíuleit á Drekasvæðinu og fagleg úttekt á staðarvali fyrir þjónustumiðstöð sýndi að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað standa sterkast að vígi, en olíuvinnsla á svæðinu gæti hafist eftir sjö ár.

Í samtali við Austurfrétt sagði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, að um upphafshluti olíuleitar væri að ræða.

„Frá okkar hendi er það mjög ánægjulegt að þeir hafi ákveðið að nýta þjónustu okkar hafna við leitina. Tíminn verður svo að leiða það í ljós hvort olía finnst í vinnanlegu magni. Við hlökkum í það minnsta til að vinna að þessum málum áfram."


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.