Fámennasta Bræðsluhelgi frá 2011?

braedslan 2015 0140 webVegagerðin áætlar að um 5700 manns hafi heimsótt Borgarfjörð eystri í síðustu viku í tengslum við tónlistarhátíðina Bræðsluna. Það er nokkru færri en undanfarin ár.

Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar þar sem teknar eru saman umferðartölur yfir Vatnsskarð frá árinu 2010.

Samkvæmt þeim nemur fækkunin frá í fyrra 15% og er sú minnsta frá árinu 2011. Flestir komu hins vegar árið 2013, um 7100.

Ekki eru tilteknar neinar sérstakar skýringar á fækkuninni en nokkuð ljóst er að veðurspá helgarinnar hafði nokkur áhrif þótt úr henni rættist á laugardeginum sjálfum.

Umræða um ástand vegarins kann einnig að hafa haft áhrif en hann hefur verið með versta móti í sumar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.