Bréfberinn veikur og ekkert borið út á Seyðisfirði frá þriðjudegi

seydisfjordurPóstur hefur ekki verið borinn út á Seyðisfirði síðan á þriðjudag vegna veikinda bréfbera. Svæðisstjóri Íslandspósts segir Seyðfirðinga sýna aðstæðum skilning og taka þeim af stillingu.

„Við erum bara með einn starfsmann á Seyðisfirð. Hann er í sumarfrí og afleysingamaðurinn veiktist. Þetta er eitthvað sem aldrei hefur komið fyrir áður," segir Árni Kristinsson, svæðisstjóri Íslandspósts á Austurlandi.

Síðast var borinn út póstur á Seyðisfirði á þriðjudag en ekki er útlit fyrir að það verði á ný fyrr en eftir helgi. „Við héldum að þetta næðist í dag en starfsmaðurinn er bara veikur. Við ráðum illa við þegar svona gerist."

Árni segir að í aðstæðum sem þessu séu engir varamenn til staðar. Um þessar mundir sé starfsemi póstsins haldið úti af lágmarksmannskap. Því sé ekki hægt að færa starfsmenn af öðrum stöðvum auk þess sem þeir skorti þekkinguna sem til þarf.

Árni segir bæjarbúa hafa verið rólega þrátt fyrir þjónustuskerðinguna. Enginn hefði hringt út af stöðunni fyrr en símtalið barst frá Austurfrétt.

Íslandspóstur deilir húsnæði með Landsbankanum og starfsmenn bankans hafa útskýrt stöðuna fyrir þeim sem þangað hafa leitað auk þess sem þeir hafi getað sótt sinn póst.

„Þetta hefur eflaust óþægindi í för með sér fyrir einhverja og við hörmum þau en þetta er sá tími sem minnst er af pósti. Við reiknum með að allt verði síðan borið út á mánudag."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.