Kannast ekki við refadauða á Austurlandi

refur web hhhHvorki líffræðingar né grenjaskyttur kannast við óvenjulegan refadauða á Austurlandi. Þótt afföll kunni að vera á stofninum annars staðar sjást þess engin merki eystra.

Stundin birti um síðustu helgi frétt á vef sínum undir fyrirsögninni „Refadauði um allt land" sem virðist fyrst og fremst hafa byggt á upplýsingum frá Hornströndum því refadauðinn er að minnsta kosti ekki eystra.

Austurfrétt spurðist fyrir hjá Skarphéðni Þórissyni, líffræðingi hjá Náttúrustofu Austurlands, sem sagðist hafa heyrt í nokkrum grenjamönnum og enginn þeirra kannaðist við refadauða.

„Það sem þeir hafi tekið eftir er að meira sé um greni á láglendi en oft áður."

Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands gaf sama svar. Hún sagðist hafa spurst sérstaklega fyrir meðal veiðimanna í ljósi gasmengunar úr Holuhrauni.

„Fjöldinn var ekki minni í vetur nema síður sé. Ég hef ekki heyrt um neinn óvanalegan refadauða eystra."

Ester hefur sjálf fylgst með stofnunin á Hornvík. Ástandið virðist ágætt nú enda nægt fæðuframboð en afkoma refa hafi verið léleg þar í fyrra, sem hafi verið í fyrsta sinn síðan hún fór að fylgjast með ástandinu þar árið 1998. Óvíst sé hins vegar um afkomu yrðlinga en Hornvíkin er fremur þéttsetin.

Í frétt Stundarinnar var einkum fjallað um ástandið í Fljótavík, sem er minni en Hornvíkin. Ester segir að fækkun þar kunni að stafa af fæðuskorti síðla vetrar. Aðrar orsakir komi þó til greina. Erfitt sé að staðhæfa nokkuð án nákvæmari upplýsinga.

Mynd: Hálfdán Helgi Helgason

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.